Gæðastefna Gæðastefna Gæðastefna

Gæðastefna Kassagerðar Reykjavíkur miðar að því að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt á hverjum tíma skilgreindar væntingar, þarfir og kröfur viðskiptavina . Fyrirtækið kappkostar að finna hagkvæmustu lausnir og/eða umhverfisvænar allt eftir kröfum viðskiptavina sinna og leggur áherslu á að starfsfólk veiti vandaða og faglega þjónustu en fyritækið hefur á að skipa fagfólki með mikla reynslu úr íslenskum umbúðaiðnaði.
Miklar kröfur eru almennt gerðar til matvælaumbúða og kappkostar Kassagerð Reykjavíkur að leita eftir samstarfsaðilum sem lúta ströngustu kröfum ásamt því að þeir séu BRC og/eða ISO vottaðir og í tilfelli pappírsbirgja, FSC vottaðir. Alþjóðlegar vottanir tryggja viðskiptavinum betri og traustari vörur ásamt jafnari gæðum.
Kassagerð Reykjavíkur afhendir, ef viðskiptavinur óskar, vottorð sem við eiga í hverju tilfelli,eins og samræmisyfirlýsingar fyrir einstakar vörur en í þeim eiga vottanir birgja að koma fram auk þess sem BRC, ISO og FSC vottorð eru ávallt tiltæk og hægt að óska sérstaklega eftir þeim við næsta viðskiptastjóra eða hafa samband í s:545-2800 eða kassagerd@kassagerd.is