saga kassagerðar reykjavíkur saga kassagerðar reykjavíkur saga kassagerðar reykjavíkur

1932
1935
1942
1954
19XX
2001
2008
Stofnun fyrirtækisins
Kassagerð Reykjavíkur er elsta umbúðafyrirtæki á Íslandi, stofnað árið 1932. Fyrstu árin var Kassagerð Reykjavíkur með aðsetur við þákölluðu Ellingsen skúrana gegnt Eimskipafélagshúsinu þar sem steinbryggjuplanið var nýtt undir framleiðslu á trékössum, aðallega undir fiskafurðir, smjörlíki, kex og niðursoðna mjólk.
Kassagerð Reykjavíkur flytur
Árið 1935 flytur Kassagerð Reykjavíkur í eigið húsnæði á horni Vitastígs og Skúlagötu en samhliða voru keyptar fullkomnar trékassavélar frá Kanada til að anna framleiðslunni sem jókst með hverju ári. Á þessum tíma var mest allt hráefnið undir trékassana flutt inn frá Kanada.
Nýjar vélar keyptar
Skyndileg breyting varð á framleiðslu verksmiðjunnar þegar hætt var að nota tréumbúðir fyrir frystan fisk og pappaumbúðir eingöngu notaðar í staðinn en 1942 voru keyptar nýjar vélar og hafin framleiðsla á bylgjupappa og pappakössum sem voru notaðar í rúm 30 ár, eða til 1974 þegar keypt var ný vél sem var sex sinnum afkastameiri vél sem leysti þá eldri af og jafnframt ný vél til að skera, brjóta, líma og prenta í þremur litum á bylgjupappakassa.
Áprentun umbúða hafin
Í tengslum við áprentun á umbúðir 1954 kom Kassagerðin sér snemma upp fullkominni prentsmiðju eftir kaup á nýjum tækjum og jókst framleiðslan til muna eftir það og stóð lengi í hvers kyns prentframleiðslu, s.s. dagatölum, stílabókum og reikningsbókum.Samhliða sameinaðist Kassagerð Reykjavíkur við litla öskjugerð sem hét Askja og hófst þá framleiðsla á öskju kössum undir hraðfrystan fisk. Nokkrum árum seinn var keypt fullkomin vélasamstæða fyrir öskjudeildina sem getur prentað í einni keyrslu í sex litum og heggur líka út formið á öskjunu. Vélin keyrði allt upp í 125 metra á mínútu en hún var eingöngu notuð undir frystan fisk sem var fluttur út og bara ein eins vélastamstæða til á Norðurlöndunum.
Framleiðslu skipting
Á uppgangs árunum var langstærsti hluti framleiðsluverðmæta Kassagerðarinnar í bylgjukössum, eða um 60% og því næst öskjudeildin með í kringum 27%.
Sameining við umbúðarmistöðina
Hinn 1. Janúar 2001 sameinuðust Kassagerð Reykjavíkur og Umbúðamiðstöðin undir heiti Kassagerðarinnar hf. Markmið sameiningarinnar var að styrkja fyrirtækin og gera þau betur í stakk búin til þess að mæta aukinni alþjóðlegri samkeppni. Um það bil 20% af framleiðslu Umbúðamiðstöðvarinnar fór á erlenda markaði og stefnt var að auka útflutning, sérstaklega til Bandaríkjanna. Prentun umbúða erlendis var síðri en á Íslandi og hér voru menn færari að afgreiða pantanir með skemmri fyrirvara.
Oddi kaupir Kassagerð Reykjavíkur
Haustið 2008 var Kassagerð Reykjavíkur keypt af prentfyrirtækinu Odda.